Hvetur Afríkuþjóðir til að hjálpa Simbabve

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleeza Rice, hvetur aðrar Afríkuþjóðir til að koma Simbabve til hjálpar vegna hættuástandsins sem hefur skapast þar.

Enn hafa ekki fengist opinberar niðurstöður úr forsetakosningunum sem áttu sér stað 29. mars sl. Stjórnarandstaðan, Lýðræðishreyfingin undir forystu Morgans Tsvangirais, segir að Robert Mugabe, forseti landsins, beri ábyrgð á fjölda glæpa og hann reyni að viðhalda stöðu sinni með ofbeldi og hótunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert