8 prósenta munur

Þegar búið var að telja atkvæði frá helmingi kjörstaða í forkosningum demókrata í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum í nótt hafði Hillary Clinton fengið 54% atkvæða en Barack Obama 46%.

Kosið var um 158 kjörmenn í Pennsylvaníu og hafði Clinton tryggt sér að minnsta kosti 28 þeirra þegar búið var að telja um helming atkvæða. Samkvæmt því hefur Obama tryggt sér 1648 kjörmenn en Clinton 1537 en frambjóðandi þarf 2025 kjörmenn til að tryggja sér útnefningu á flokksþingi Demókrataflokksins í júní.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert