Tsvangirai með 47% atkvæða

Morgan Tsvangirai.
Morgan Tsvangirai. Reuters

Breska sjónvarpsfréttastöðin Sky News hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfis Simbabve, að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, hafi fengið 47% atkvæða í forsetakosningum 29. mars og sigrað Robert Mugabe, forseta, með 4 prósentna mun.

Flokkur Tsvangirais segir hins vegar að hann hafi fengið 50,3% í kosningunum og því sé engin þörf á síðari umferð.

Engar opinberar tölur úr kosningunum hafa verið birtar enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert