Clinton sækist ekki eftir að verða varaforseti

Hillary Clinton sækist ekki eftir því að verða varaforsetaefni Baracks Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í vetur, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá kosningastjórn Clinton.   

„Þótt Clinton hafi ávallt haldið því fram að hún muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að demókrati verði kosinn forseti Bandaríkjanna, sækist hún ekki eftir því að verða varaforseti... Barack Obama á valið," segir í yfirlýsingunni. 

Í yfirlýsingunni kom ekki fram hvort Clinton myndi taka slíku boði ef henni stæði það til boða.  Búist er við að Clinton muni formlega játa sig sigraða og lýsa yfir stuðningi við Obama á laugardag.  

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York.
Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert