Obama safnar fyrir Clinton

Hillary Rodham Clinton er hún snéri aftur til starfa sinna …
Hillary Rodham Clinton er hún snéri aftur til starfa sinna í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. AP

Barack Obama, forsetaefni bandarískra demókrata hefur farð fram á það við stuðningsmenn sína að þeir aðstoði framboð helsta keppinautar hans Hillary Rodham Clinton við að greiða niður skuldir vegna kosningabaráttu hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Þykja tilmæli hans til marks um það að hann vilji fyrir alla muni reyna að sameina flokkinn að baki sér í kjölfar hatrammrar baráttu þeirra Clinton fyrir tilnefningu flokksins.

Hefur Obama beðið fjáröflunarnefnd framboðs síns um að greiða a.m.k. tíu milljón dollara skuld framboðssjóðs hennar. Þá hefur hann hvatt óháða stuðnigsaðila sína til að gera slíkt hið sama.

„Nokkrir stuðningsmenn hafa spurt og Barack hefur svarað því til að hafi þeir bolmagn til þess að aðstoða við greiðslu skuldanna þá sé hann fylgjandi því," segir Robert Gibbs, talsmaður framboðs Obama.

Clinton skýrði frá því í lok maí að  22,5 milljón dollar tap væri á framboði hennar en hún hafði sjálf lánað framboðinu rúmlega helming þeirrar fjárhæðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert