Bush: Erfitt ástand

George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að líf Bandaríkjamanna sé erfitt vegna efnahagsástandins sem nú ríkir. Hann heldur því hins vegar fram að Bandaríkjastjórn vinni hörðum höndum að því að bæta ástandið.

Bush lét ummælin falla á sama tíma og bandarísk hlutabréf féllu í verði og áhyggjur fjárfesta jukust til muna vegna veikrar stöðu bandaríska íbúðalánasjóðsins Fannie Mae og Freddie Mac. 

Bush hélt því fram í dag að bandarískir þingmenn, þá sér í lagi leiðtogar demókrata, verði að taka á þessu máli áður en þeir taka sér frí frá þingstörfum í ágúst.

„Það er skylda þeirra að útskýra fyrir kjósendum sínum hvers vegna við ættum ekki að vera bora eftir meiri olíu hér í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir frekari bensínverðshækkanir,“ sagði Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert