Segja Bush að láta af afskiptasemi

Bush kemur til Taílands í morgun ásamt Láru konu sinni …
Bush kemur til Taílands í morgun ásamt Láru konu sinni og Barböru dóttur þeirra. Reutres

Kínverjar brugðust í dag við gagnrýni George W. Bush Bandaríkjaforseta með því að segja að enginn hafi rétt á að skipta sér af innanríkismálum erlendra þjóða.

Bush sagði í ræðu í Taílandi að Bandaríkjamenn mótmæltu því harðlega að kínversk stjórnvöld hneppi í varðhald fólk sem lætur til sín taka á pólitískum og trúarlegum vettvangi.

Qin Gang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði að viðhorf Bandaríkjamanna og Kínverja til mannréttinda- og trúmála væru ólík, en kínversk stjórnvöld væru algjörlega á móti því að þessi mál væru notuð sem átylla til afskipta af kínverskum innanríkismálum.

Bush er væntanlegur til Peking í dag þar sem hann verður viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert