Aflaverðmæti brottkasts vegna ESB reglna sjö milljarðar

Þorskur á markaði í Skotlandi.
Þorskur á markaði í Skotlandi. Reuters

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, segir að aflaverðmæti fisks, sem skoskir sjómenn neyðist til að henda árlega vegna reglna Evrópusambandsins, sé allt að 40 milljónir punda eða um 7 milljarðar króna.

Þetta kom fram hjá ráðherranum á ráðstefnu í Edinborg í gær, en hún markar upphaf baráttu skoskra yfirvalda fyrir breytingum á reglum ESB.

Lochead sagði að árlega hentu fiskimenn í Norðursjónum nær einni milljón tonna af fiski. Það jafngilti því að fyrir hvern veiddan þorsk væri öðrum hent.

Frétt LÍÚ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert