NATO gegn sjóræningjum

Úkraínska flutningaskipið MV Faina, sem sjóræningjar hafa í haldi.
Úkraínska flutningaskipið MV Faina, sem sjóræningjar hafa í haldi. Reuters

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja NATO hafa ákveðið að taka þátt í baráttunni gegn sjóránum fyrir utan strendur Sómalíu og á fundi í Ungverjalandi var samþykkt að sameiginleg flotaherdeild yrði tekinn til starfa á þessum slóðum áður en árið er liðið.

Á fréttavef BBC kemur fram að NATO muni einnig leggja áherslu á að tryggja öruggan flutning á neyðaraðstoð, matvælum og öðrum neyðargögnum til Sómalíu þar sem rúmlega 3 milljónir manna eða helmingur þjóðarinnar þarf á matvælaaðstoð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert