Skuldaklukkan sprakk

Staða skuldaklukkunnar í gær. Búið er að bæta við einum …
Staða skuldaklukkunnar í gær. Búið er að bæta við einum tölustaf til bráðabirgðar, þ.e. þar sem talan einn stendur fremst var áður tákn Bandaríkjadalsins $. AP

Skuldir bandaríska ríkisins hafa aukist svo gríðarlega að klukka sem sýnir skuldastöðu þjóðarbúsins (e. National Debt Clock) getur ekki lengur sýnt hver núverandi staða er. Það vantar tölustafi.

Klukkan, sem er stafræn, gat ekki lengur sýnt hver skuldastaðan er eftir að skuldirnar fóru yfir 10 trilljónir Bandaríkjadala í síðasta mánuði, segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Klukkan var sett upp árið 1989 til að vekja athygli á því að skuldastaða Bandaríkjanna nam þá um 2,7 trilljónum dala.

Eigendur klukkunnar segja að til standi að bæta við tveimur núllum, þannig geti klukkan haldið áfram að sýna sívaxandi skuldaklafa þjóðarinnar. Nú hefur hins vegar verið gripið til bráðabirgðalausnar, svo hún geti sýnt heildartöluna. Búið er að bæta við einum tölustaf til bráðabirgðar, þ.e. þar sem talan einn stendur fremst (sjá mynd) var áður tákn Bandaríkjadalsins $.

Vonir standa til að ný betrumbætt klukka verði komin í gagnið á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert