Hóta að sprengja skipið

Um 50 sjóræningjar eru um borð í flutningaskipinu MV Faina. …
Um 50 sjóræningjar eru um borð í flutningaskipinu MV Faina. Þær halda 20 manna áhöfn í gíslingu. Meðal þess farms sem er í skipunu eru 33 skriðdrekar. AP

Sjóræningjarnir sem rændu úkraínska vopnaflutningaskipinu fyrir utan ströndum Sómalíu hótuðu í dag að sprengja skipið í loft upp ef lausnargjaldið verður ekki greitt. Skipið MV Faina er umkringt Bandarískum herskipum og rússnesk freigáta er á leið til þeirra.

„Við héldum þriggja tíma fund í dag og ákváðum að sprengja skipið og farminn í loft upp og okkur með ef eigendur skipsins ganga ekki að kröfum okkar," sagði Sugule Ali, talsmaður sjóræningjanna í samtali við AP fréttastofuna sem hringdi í gervihnattasíma skipsins.

Koma rússnesku freigátunnar er talin auka líkurnar á að reynt verði að taka flutningaskipið með valdi.

Síðan um áramót hafa sjóræningjar tekið á þriðja tug skipa á þessum slóðum en þetta skip hefur vakið mesta athygli heimspressunnar vegna hins hættulega farms.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert