Saklausir bíða dauðarefsingar

Reuters

Hundruð fanga í Nígeríu sem bíða eftir að verða líflátnir fengu ekki sanngjörn réttarhöld og gætu verið saklausir að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Að sögn samtakanna eru margar játninganna þvingaðar fram með pyntingum og fólk dæmt til dauða á grundvelli þeirra játninga. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  Í skýrslu Amnesty International er þess krafist að stjórnvöld í Nígeríu stöðvi aftökur. „Dómskerfið er fullt af göllum sem getur haft hræðilegar afleiðingar,“ segir Aster van Kregten, talsmaður samtakanna.

Samkvæmt skýrslunni segjast um 80% fanga í Nígeríu hafa verið barðir, ógnað með vopnum eða pyntaðir í varðhaldi. „Lögreglan er undirmönnuð og illa fjármögnuð og leggur því ofuráherslu á játningar til að „leysa“ glæpamál frekar en dýrar rannsóknir,“ segir van Kregten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert