Gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja stöðugleika

Frá fundinum í Sao Paulo í dag.
Frá fundinum í Sao Paulo í dag. Reuters

Fjármálaráðherrar og yfirmenn efnahagsmála í 20 helstu iðnríkjum heims sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir samþykki að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til efla tiltrú manna á mörkuðum og að unnið verði að því að tryggja stöðugleika.

Leiðtogarnir hittust á fundi í Sao Paulo í Brasilíu í dag. Þar var grunnurinn lagður að neyðarráðstefnu sem leiðtogar ríkjanna 20 munu verða viðstaddir í næstu viku. Fram kom á fundinum í dag að menn séu sammála um þeir meiriháttar breytingar sem verði að gera á fjármálakerfi heimsins, sem hefur skaðast í fjármálakreppunni.

Þrátt fyrir að engin eiginleg tillaga hafi verið lögð fram í dag þá kemur fram í yfirlýsingu sem var samþykkt á fundinum að ríkin verði að draga lærdóm af þeirri kreppu sem nú ríði yfir heiminn. Auk þess verði ríkin að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að efla tiltrú manna á mörkuðum og til að tryggja stöðugleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert