Geðsjúkir pyntaðir í Danmörku

Að sögn nefndarmanna urðu þeir vitni að niðurlægjandi aðferðum líkt …
Að sögn nefndarmanna urðu þeir vitni að niðurlægjandi aðferðum líkt og viðhafast í Guantanamofangelsinu AP

Geðsjúkir eru pyntaðir á geðdeildum í Danmörku með því að vera ólaðir niður í fleiri mánuði. Starfsfólk þess sjúkrahúss sem hefur flesta geðsjúka til meðferðar í Danmörku, beitir ólöglegum aðferðum gegn sjúklingunum.

Þessa lýsingu er að finna í niðurstöðum nefndar um pyntingar á vegum Evrópuráðsins að því fram kemur í dagblaðinu Politiken í dag. „Það eru engar læknisfræðilegar ástæður fyrir því að óla sjúklinga í svo miklum mæli og gert er í Danmörku. Við höfum aldrei heimsótt land þar sem ólar eru jafn mikið notaðar. Þetta er misþyrming á sjúklingunum,“ hefur blaðið eftir Pétri Haukssyni, íslenskum geðlækni sem er í forsvari nefndarinnar.

Nefndin heimsótti meðal annars geðdeild í Nykøbing á Sjálandi þar sem hættulegir og geðsjúkir glæpamenn eru vistaðir. Þar komst nefndin að því að einn sjúklinganna hafði verið ólaður niður mörgum sinnum á dag um sex mánaða skeið. annar hafði verið í ólum daglega í fjóra mánuði.

Nefndin varð einnig vitni að niðurlægjandi starfsaðferðum sem líktust þeim sem sést hafa í Guantanamofangelsinu. Handleggir sjúklinganna voru festir við belti við maga þeirra og fæturnir bundnir saman svo einungis var hægt að taka stutt skref.

Heilbrigðisráðherra Danmerkur, Jakob Axel Nielsen,  segir það óásættanlegt að sjúklingar sæti slíkri meðferð á dönskum heilbrigðisstofnunum. „Þetta verður að stöðva undir eins, “ er haft eftir Nielsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert