Björgun rædd í Þýskalandi

Angela Merkel
Angela Merkel Reuters

Þýsku stjórnarflokkarnir, Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarflokkurinn (SPD) funda í dag 50 milljarða evru pakka sem er ætlað að örva þýskt efnahagslíf. Í pakkanum eru innifaldar nýjar fjárfestingar í skólum og öðrum innviðum samfélagsins, einfaldari reglur við að skapa ný störf og 100 milljarða evru sjóður til að tryggja lán til fyrirtækja í erfiðleikum. 

Samstaða ríkir meðal stjórnarflokkanna um stærð pakkans en ágreiningur er um smáatriði og virðist hvorugur flokkurinn á því að gefa sig, sem að hluta til á skýringu í því að kosningar eru á næsta leyti.

Aðaldeiluefnið er skattastefnan en SPD vill lækka grunnskatta í 12% úr 15% en flokksmenn CDU hafa hafnað þeirri tillögu.

Viðskiptaáðherrann Michael Glos úr systurflokki kristilegra demókrata CSU, segir slíkar skattalækkanir ekki ráðlegar og hefur hann fengið stuðning nokkurra háttsettra flokksmanna CDU.

Efnahagsástandið í Þýskalandi hefur verið á niðurleið og fer atvinnuleysi nú vaxandi í fyrsta sinn í 33 ár. Því er spáð að efnahagslífið geti skroppið saman um þrjú prósent á þessu ári, sem er mesta dýfan í 60 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert