Dróst með bíl 32 kílómetra

Lögregla við sendibílinn eftir að líkið undir honum uppgötvaðist.
Lögregla við sendibílinn eftir að líkið undir honum uppgötvaðist. AP

Sendiferðabíl var ekið 32 km vegalengd um götur New York borgar í Bandaríkjunum án þess að bílstjórinn tæki eftir því að látinn maður hafði fests undir bílnum og dregist með honum. Maðurinn varð fyrir öðrum bíl þegar hann var að ganga yfir götu og lá á götunni þegar sendiferðarbíllinn ók yfir hann.

Að sögn lögreglu gerði ökumaður sendiferðabílsins sér ekki grein fyrir því, að lík mannsins dróst með bílnum fyrr en vegfarendur bentu honum á það.

Maðurinn varð fyrir stórum jeppa þegar hann var að  ganga yfir götu á gangbraut. Ökumaður jeppans lét lögreglu vita en þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn horfinn og engar skemmdir sáust á jeppanum.

Lögregla hefur eftir ökumanni sendiferðabílsins, að hann hafi séð bíla fyrir framan sig sveigja frá einhverju. Hann tók hins vegar ekki eftir manninum á götunni og ók yfir hann. Föt mannsins festust á stálhlíf undir sendiferðabílnum og hann dróst síðan með.

Lögregla segir, að lík mannsins hafi verið illa farið þegar það uppgötvaðist undir sendiferðabílnum. Ekki hafa verið borin á það kennsl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert