Hjónavígslur samkynhneigðra leyfðar í Svíþjóð

Sænska þingið samþykkti með miklum meirihluta í dag lögin sem leyfa hjónaband samkynhneigðra. Lögin taka gildi 1. maí næstkomandi og eru fyrstu vígslur samkynhneigðra bókaðar í Ráðhúsinu í Stokkhólmi 2. maí.

Kristilegir demókratar voru andvígir lögunum en Þjóðarflokkurinn, Hægri flokkurinn og Miðflokkurinn voru hlynntir þeim. Það voru einnig flokkur jafnaðarmanna, Vinstri flokkurinn og Umhverfisflokkurinn.

Það verður ekki fyrr en að loknu kirkjuþingi í haust sem hjónavígslur samkynhneigðra geta farið fram innan kirkjunnar. Sænska þjóðkirkjan, verður eins og önnur trúfélög, að sækja um rétt til vígslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert