Hafa trú á aðferðum Obama

Almenningur hefur trú á Obama.
Almenningur hefur trú á Obama. Reuters

Bandaríkjamenn hafa mun meiri trú á aðferðum Barack Obama Bandaríkjaforseta við að takast á við efnahagsvandann en þeir hafa á aðferðum repúblikana. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun CNN og Opinion Research Corporation.

Næstum því 6 af hverjum 10 Bandaríkjamönnum, eða 58% aðspurða, segja að forsetinn hafi áætlun og vinni markvisst að því að leiða þjóðina úr úr kreppunni, þ.e. að hann vinni skv. Fjórir af hverjum tíu, eða 42% aðspurðra, telja hins vegar að forsetinn sé ekki á réttri leið.

Aðeins um fjórðungur svarenda, eða 24%, segja að repúblikanar séu með áætlun um það hvernig eigi að leysa efnahagsvandann.

Skv. skoðanakönnuninni virðist Obama njóta mikils stuðnings almennings er hann vinnur að því að bjarga hagkerfinu. Sumar lausnir hafa hins vegar verið mjög umdeildar og óvinsælar s.s. ríkisaðstoð til handa bönkunum og fjármálafyrirtækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert