Alvarlegur félagslegur vandi

Robert Zoellick óttast alvarlegar félagslegar afleiðingar efnahagsþrenginga.
Robert Zoellick óttast alvarlegar félagslegar afleiðingar efnahagsþrenginga. DENIS BALIBOUSE

Efnahagskreppan í heiminum gæti leitt til mikilla félagslegra vandamála ef ekki verður gripið ákveðinna aðgerða, segir Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans. „Ef við grípum ekki til aðgerða er alvarleg hætta á mannlegum og félagslegum vandamálum,“ segir Zoellick í viðtali við spænska blaðið El Pais.

„Það sem var í upphafi efnahagslegt vandamál, en varð síðan að alheimskreppu, er nú að komast á það stig að verða alvarlegt félagslegt vandamál, einkum vegna atvinnuleysis,“ segir Zoellick, og vitnar til vaxandi atvinnuleysis víðas vegar um heiminn. „Eins og málin horfa við mér þá veit í rauninni enginn hvað mun gerast vegna þess að nú er komið tímabil viðvarandi atvinnuleysis víða. Það besta sem hver getur gert er að undirbúa sig undir það versta,“ segir Zoellick.

Zoellick segir ástandið einkum erfitt í Austur-Evrópu, og tekur Rúmeníu sem dæmi um land þar sem mikil vandamál geti skapast. Þá sé staðan í Mexíkó og Mið-Ameríku einnig alvarleg þar sem Bandaríkjamarkaðurinn er þeirra megin uppspretta fyrir tekjur. Á meðan hann er í lægð fylgi viðskiptalöndin með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert