Sprengja sprakk í Pakistan

Sprengja sprakk í mosku í norðvesturhluta Pakistans í morgun á meðan bænahald stóð þar yfir. Að minnsta kosti tíu eru sagðir hafa látið lífið í sprengingunni sem varð á Haya Gai svæðinu í Efra Dir héraði. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Embættismaður á svæðinu segir þó að sú tala geti átt eftir að hækka töluvert. Efra Dir liggur að Neðra Dir og Swat-héruðunum þar sem harðir bardagar stjórnarhers landsins og talibana hafa staðið á undanförnum vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert