NATO: Loftárás verði rannsökuð

Talsmaður NATO segir að bandalagið muni rannsaka loftárás á tvo tankbíla, sem voru fullir af eldsneyti, í Kunduz-héraði Afganistan. Um 90 létust í árásinni.

NATO segir að margir talibanar, sem stálu bílunum, hafi fallið í árásinni. Bandalagið viðurkennir hins vegar að fréttir hafi borist af miklum mannfalli meðal saklausra borgara.

Það segir að það sé leitt að saklausir borgarar hafi látist að óþörfu.

Hamid Karzai, forseti Afganistan, segir að það sé algjörlega óviðunandi að ráðist sé á saklaust fólk. Hann farið fram á að málið verði rannsakað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert