Sleppur við fangelsisvist

Þátttakendur í skrúðgöngu sem haldin var í Berlín til að …
Þátttakendur í skrúðgöngu sem haldin var í Berlín til að berjast fyrir auknum réttindum samkynhneigðra og kynskiptinga. Reuter

Bresk kona, sem áður var karlmaður, sleppur við fangelsisvist fyrir vörslu barnakláms eftir að dómari úrskurðaði að öryggi hennar yrði ekki tryggt í vistinni.

„Í hreinskilni sagt áttu sannarlega skilið að fara í fangelsi en ég fæ mig ekki til að dæma þig þangað því ég tel að slík vist yrði þér hroðaleg lífsreynsla,“  sagði dómarinn Lesley Newton.

Laura Voyce, sem er líffræðilega maður en kona í skilningi laga, var fundin sek af 14 ákærum um vörslu barnakláms. Hún var áður þekkt undir nafninu Luke. Hún hefði farið í fangelsi fyrir karlmenn hefði dómarinn úrskurðað á þann veg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert