Kokkur Bin Ladens dæmdur

Fangabúðirnar við Guantánamoflóa.
Fangabúðirnar við Guantánamoflóa. Reuters

Herdómstóll í bandarísku herstöðinni við Guantánamoflóa, dæmdi í gærkvöldi Ibrahim al-Qosi, sem eitt sinn eldaði fyrir hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden, í 14 ára fangelsi. 

Qosi, sem er 51 árs Súdani, er fyrsti fanginn, sem dæmdur er í Guantánamo frá því Barack Obama tók við embætti Bandaríkjaforseta og hét því að loka fangabúðunum þar.  

Kviðdómur var fljótur að komast að niðurstöðu. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þarf að staðfesta dóminn áður en hann tekur gildi. 

Qosi játaði í júlí að hafa veitt aðstoð við hryðjuverkastarfsemi. Voru bæði sækjendur og verjendur sammála um að viðurlögin væru 12-15 ára fangelsi.  

Qosi gerði einnig samkomulag við saksóknara um hve mikinn hluta af dómnum hann þarf að afplána. Ekki hefur verið upplýst hvað í því samkomulagi fólst.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert