Greenpeace áfram við Grænland

Esperanza, skip Greenpeace, er nú á olíuleitarsvæði við Vestur-Grænland.
Esperanza, skip Greenpeace, er nú á olíuleitarsvæði við Vestur-Grænland. Ljósmynd/greenpeace.org

Greenpeace ætlar að vera til staðar á olíuleitarsvæðnu við Disco-eyju við Vestur-Grænland svo lengi sem Cairn Energy borar þar eftir olíu. Fréttavefur grænlenska útvarpsins KNR hefur þetta Jon Burgwald, sem er um borð í skipi Greenpeace Esperanza.

Burgwald segir þetta gert vegna umhyggju um umhverfið en ekki endilega að teknu tilliti til íbúa Grænlands. Honum gremst það að Grænlendingar  hafi ekki flykkt sér að baki Greenpeace.

Skip samtakanna, Esperanza, fór 13. ágúst frá London og kom á slóðir olíuborpalla Cairn Energy tíu dögum síðar.  Burgwald segir að þeir hyggist halda sig á olíuleitarsvæðinu þar til tilraunaborunum lýkur í lok september. Tveir varðbátar lögreglunnar og varðskipið Vædderen halda sig í námunda við Esperanza.

Grænlendingar hafa mótmælt komu Greenpeace til Grænlands. Grænlenska útvarpið segir að Grænlendingar hafi ekki gleymt því tjóni sem samtökin ollu grænlenskum veiðimönnum á 9. áratug síðustu aldar þegar þau mótmæltu selveiðum. Enn þann dag í dag eru margir Grænlendingar mjög andvígir samtökunum og málstað þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert