Eiffel turninn rýmdur vegna sprengjuhótunar

Eiffel turninn í París
Eiffel turninn í París Reuters

Lögregla hefur rýmt Eiffel turninn í París og svæðið allt í kring, þar á meðal garðinn Champ de Mars, vegna sprengjuhótunar. Um 25 þúsund manns voru á svæðinu þegar lögreglan hóf rýmingu um níuleytið að staðartíma um klukkan 19 að íslenskum tíma. Gekk rýmingin vel, að sögn lögreglu.

Turninn, sem er 324 metrar að hæð var byggður árið 1889 og er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum.

Er lögregla nú að leita á svæðinu með leitarhunda en engin sprengja hefur enn fundist. .

Eiffel turninn er einn vinsælasti ferðamannastaður heims
Eiffel turninn er einn vinsælasti ferðamannastaður heims Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert