Gengu út undir ræðu Íransforseta

Ahmadinejad flytur ræðu sína í höfuðstöðvum SÞ í kvöld.
Ahmadinejad flytur ræðu sína í höfuðstöðvum SÞ í kvöld. Reuters

Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri vestrænna þjóða á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gengu út undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, í kvöld. Þar gaf hann til kynna, að hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin árið 2001 hefðu verið samsæri, runnið undan rifjum Bandaríkjastjórnar. 

Tveir bandarískir sendimenn, sem höfðu hlustað á ræðuna, gengu fyrstir út en í kjölfarið komu fulltrúar Breta og fleiri vestrænna ríkja.   

Ahmadinejad sagði, að margir aðhylltust þá kenningu, að hluti af bandarísku ríkisstjórninni hefði staðið að hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 þegar nærri 3000 manns létu lífið.

Bandaríkjastjórn sagði, að ræða Íransforseta hefði verið „andstyggilegir hugarórar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert