Kínverjar fagna með N-Kóreu

Opinber sendinefnd frá Kína kom í dag til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, til að taka þátt í hátíðarhöldum á 65 ára afmæli kommúnistaflokksins og efla tengsl við nýja forystu. Frá þessu er greint í Norður-Kóreskum fjölmiðlum.

Sendinefndin, undir forystu hátt setts meðlims í Kínverska kommúnistaflokknum, Zhou Yongkang, hitti leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Il og son hans Kim Jong-Un.

Talið er að verið sé að búa Jong-Un undir það að taka við völdum af föður sínum, sem verið hefur heilsuveill undanfarin ár. Jong-Un sat við hlið Zhou, samkvæmt fréttastofu Kyodo í Japan, og þykir það til marks ris hans upp metorðastigann.

Á morgun fara hin eiginleg hátíðahöld fram, meðal annars með skrúðgöngu 20 þúsund hermanna, auk annarrar sem talið er að allt að 100 þúsund óbreyttir borgarar taki þátt í.

Zhou mun nota þriggja daga heimsókn sína til þess að vera viðstaddur hátíðahöld og til þess að skiptast á skoðunum við forystu Norður-Kóreu um sameiginleg hagsmunamál. Forseti Kína, Hu Jintao, hefur gefið það til kynna að tengsl landanna verði efld.

Talið er að Kim Jong-Un taki við völdum af föður …
Talið er að Kim Jong-Un taki við völdum af föður sínum Kim Jong-Il KCNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert