Dauði bin Ladens „sjálfsvörn"

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að árás sérsveitarmanna bandaríska sjóhersins á hryðjuverkaleiðtogann Osama bin Laden, hafi verið lögleg og „liður í sjálfsvörn þjóðarinnar."

Holder sat fyrir svörum hjá nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar sagði hann, að aðgerðirnar gegn bin Laden hefðu verið löglegar og í samræmi við bandarísk gildi.

Ráðherrann var yfirheyrður eftir að í ljós kom, að bin Laden var óvopnaður þegar bandarísku sérsveitarmennirnir skutu hann til bana. 

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, spurðu hvort sérsveitarmaður „yrði ekki að trúa því," að sá maður, sem var efstur á lista yfir eftirlýsta glæpamenn, væri „gangandi sprengja".

„Einmitt," sagði Holder.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert