Ætla ekki að rýma Sólina

Mótmælendur á Puerta de Sol í miðborg Madrídar í dag.
Mótmælendur á Puerta de Sol í miðborg Madrídar í dag. ANDREA COMAS

Lögregla í Madríd mun ekki rýma Sólartorg í miðborginni þrátt fyrir að kjörstjórn Spánar hafi dæmt mótmæli sem þar hafa farið fram ólögleg. Það verði aðeins gert ef mótmælendur grípi til ofbeldis. 

„Lögreglan mun ekki leysa eitt vandamál með því að skapa annað,“ segir Alfredo Pérez Rubalcaba, talsmaður ríkisstjórnarinnar en hann hefur aflýst framboðsfundi sem hann ætlaði að halda í kvöld fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram á Spáni um helgina.

Spænska dagblaðið El País segir yfirvöld í Barcelona hyggist ekki stugga við mótmælendum sem hafa hreiðrað um sig á Plaza de Catalunya í miðborginni. Þá segir það að mótmæli hafi verið boðuð í 166 borgum víðsvegar um Spán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert