Stöðvuðu uppreisnarmenn

Lögreglumenn í borginni Zawiya.
Lögreglumenn í borginni Zawiya. Reuters

Stjórnvöld í Líbíu segja að þeim hafi tekist að hrinda árás uppreisnarmanna sem reyndu að ná bænum Zawiya, sem er í vesturhluta landsins, á sitt vald.

Uppreisnarmenn segja að harðir bardagar hafi geisað í miðborginni. Breska ríkisútvarpið segir að fréttamenn hafi farið til borgarinnar og þar sé allt í ró og spekt, og undir stjórn líbískra yfirvalda.

Stjórnarherinn náði borginni aftur á sitt vald í mars sl. í kjölfar harðra bardaga sem stóðu yfir í hálfan mánuð. Zawiya er um 30 km vestur af höfuðborginni Trípólí.

Breska ríkisútvarpið segist hafa fengið upplýsingar um það að uppreisnarmönnunum hafi tekist að smygla vopnum inn í landið frá Túnis, sem eru notuð til að berjast við hersveitir Múammars Gaddafis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert