Segir Gaddafi ekki lifa af valdaskipti

Abdessalam Jalloud, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu.
Abdessalam Jalloud, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu. Reuters

Of seint er fyrir Gaddafi að semja um að láta af störfum. Hann verður að öllum líkindum tekinn af lífi. Þetta segir Abdessalam Jalloud, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu.

„Ég held að ríkisstjórnin eigi eina viku eftir, í mesta lagi tíu daga. Kannski minna,“ sagði Jalloud í viðtali í ítalska fréttaþættinum TG3.

„Hann kemst ekki út úr Trípólí. Allir vegir eru lokaðir og hann getur eingöngu farið frá borginni á grundvelli alþjóðasamninga og ég held að sú leið sé honum lokuð,“ segir Jalloud.

„Ég held að það yrði erfitt fyrir Gaddafi að fara frá völdum. Hann er ekki eins og Hitler sem hafði hugrekki til að fyrirfara sér. Ég efast um að þróun mála í Trípólí verði til þess að hann lifi af valdaskipti.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert