Dauðadæmdur fær ekki DNA-próf

Frá mótmælum gegn dauðarefsingum í Bandaríkjunum.
Frá mótmælum gegn dauðarefsingum í Bandaríkjunum. Reuters

Dómstóll í Texas hafnaði í dag beiðni manns, sem lífláta á eftir tæpa viku, um DNA-próf. Maðurinn, Hank Skinner, segir að slíkt próf myndi sanna sakleysi sitt, en hann var dæmdur fyrir að hafa barið kærustu sína til bana með kylfu og að hafa síðan stungið tvö börn hennar til dauða árið 1993.

Morðin voru framin á heimili þeirra.

Framfylgja á dómnum þann 9. nóvember, en Skinner var dæmdur til dauða árið 1995. Skinner hefur aldrei neitað því að hafa verið á heimilinu þegar morðin voru framin, en hann hefur alla tíð staðhæft að DNA-próf myndi sanna að hann hefði ekki átt hlut að máli.

Einn af lögmönnum Skinners, Robert Owen, segist vera afar vonsvikinn með höfnun dómstólsins og segist vona að hún verði endurskoðuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert