Berlusconi boðar endurkomu

Berlusconi sagði af sér sem forsætisráðherra Ítalíu í gærkvöldi.
Berlusconi sagði af sér sem forsætisráðherra Ítalíu í gærkvöldi. Reuters

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sagði í dag að hann vildi snúa aftur í stjórnmálin og að hann væri „stoltur“ af stjórnarstörfum sínum í efnahagsþrengingunum. Hann sagði af sér embætti í gærkvöldi.

Berlusconi sagði að hann væri „stoltur af því sem okkur hefur tekist að gera á þessum þremur og hálfu ári sem markast hafa af alþjóðlegri kreppu sem á ekki sinn líka“. Þetta kom fram í bréfi sem hann sendi til flokksfundar Hægrisins, lítils íhaldssams stjórnmálaflokks.

„Ég er með ykkur í anda og vonast til þess að snúa aftur á braut ríkisstjórnar ásamt ykkur,“ sagði í bréfinu en Hægrið á ekki fulltrúa á þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert