Krefjast nýrrar geðrannsóknar á Breivik

Anders Behring Breivik.
Anders Behring Breivik. Reuters

Héraðsdómur Óslóarborgar mun á morgun krefjast þess, að ný geðrannsókn verði gerð á Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Ósló og á Útey í júlí sl. sumar.

Tveir réttargeðlæknar komust að þeirri niðurstöðu í vetur, að Breivik væri ekki sakhæfur vegna geðsjúkdóms. En ættingjar sumra fórnarlambanna hafa ekki sætt sig við þá niðurstöðu og bent á, að geðlæknar, sem hafa fylgst með Breivik frá því hann var handtekinn, hafi ekki séð hann sýna nein merki um ofsóknargeðklofa.

Blaðið VG sagði á vef sínum í kvöld, að haldinn yrði blaðamannafundur á morgun þar sem skýrt verður frá niðurstöðu dómstólsins um að láta fara fram nýja geðrannsókn og jafnframt upplýst hvaða geðlæknar munu gera rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert