Fékk 40 ára dóm fyrir að smygla nashyrningahornum

Nashyrningar eru drepnir vegna hornanna.
Nashyrningar eru drepnir vegna hornanna. mbl.is

Tælenskur maður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi í S-Afríku fyrir að skipuleggja sölu á nashyrningahornum. Maðurinn játaði fyrir dómara að hafa átt viðskipti með nashyrningahorn.

Mikil eftirspurn er eftir nashyrningahornum í Asíu og ógnar þessi starfsemi nashyrningastofninum. Í fyrra voru 448 nashyrningar drepnir af veiðimönnum í S-Afríku sem voru á eftir hornunum. Það sem af er þessu ári hafa 455 dýr verið drepin. Talið er að yfir 75% af öllum nashyrningahornum sem seld eru á svörtum markaði í heiminum komi frá S-Afríku. Ástæðan fyrir því að viðskipti með nashyrningahorn blómstra er sú að því er haldið fram að duft, sem unnið er úr hornunum, auki kyngetu.

Óvenjulegt er að þeir sem standa að þessari ólöglegu starfsemi fái þunga dóma í S-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert