Hörð ályktun frá öryggisráðinu

Eldflauginni var skotið á loft í morgun.
Eldflauginni var skotið á loft í morgun. KNS

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld harðorða ályktun þar sem segir að eldflaugaskot Norður-Kóreumanna sé skýrt brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Boðað var til neyðarfundar í öryggisráðinu til að ræða viðbrögð vegna eldflaugatilrauna yfirvalda í Norður-Kóreu, sem tókst í dag að skjóta langdrægri eldflaug á loft. N-Kóreumenn segja að tilgangurinn hafi verið að koma gervihnetti fyrir úti í geim. Önnur ríki telja hins vegar að markmið tilraunanna sé að skjóta styrkari stoðum undir kjarnorkuáætlun landsins.

Öryggisráðið hefur samþykkt ályktanir um kjarnorkuvopnaáætlanir N-Kóreu. Í ályktuninni sem samþykkt var í dag segir að eldflaugaskot N-Kóreu í dag sé „skýrt brot“ á samþykktum ráðsins númer 1718 og 1874.

Bandaríkjastjórn segir að eldflaugaskotið muni hafa afleiðingar fyrir stjórnvöld í Pyongyang. Með þessari aðgerð séu þau að ógna öryggi á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert