Hjólreiðum ef til vill úthýst af ólympíuleikum

Frá upptöku á samtali Winfrey (t.h.) við Lance Armstrong sem …
Frá upptöku á samtali Winfrey (t.h.) við Lance Armstrong sem sýnt verður í sjónvarpi á morgun. mbl.is/afp

Einn af helstu áhrifamönnum innan Alþjóða ólympíunefndarinnar, Dick Pound, segir að hjólreiðum geti verið úthýst af ólympíuleikum bendi hneykslið kringum Lance Armstrong til þess að Alþjóðahjólreiðasambandið (UCI) hafi reynt að hylma yfir víðtækt lyfjasvindl í íþróttinni.

Armstrong hefur um árabil mótmælt ásökunum um lyfjanotkun en hann er sagður hafa snúið við blaðinu og játað svikin í samtali við sjónvarpskonuna Ophra Winfrey sem sýnt verður á morgun.

Pound segir að gefi Armstrong til kynna í viðtalinu, að UCI hafi sópað lyfjamisnotkuninni undir teppið, gæti það kostað íþróttina tilveru á ólympíuleikum. Alþjóða ólympíunefndin (IOC) myndi ekki eiga annarra kosta völ. Hjólreiðarnar ættu síðan afturkvæmt síðar, þegar þær hefðu tekið til í sínum ranni.

Pound var á sínum tíma yfirmaður WADA, alþjóðlegar stofnunar er berst gegn lyfjanotkun í íþróttum. Hann sagði við blasa að IOC þyrfti að taka málin í eigin hendur í kjölfar hneykslisins sem tengdist Lance Armstrong. Bandaríski hjólreiðagarpurinn var sl. haust sviptur sigrum sínum í Frakklandsreiðinni (Tour de France) sem hann sjö sinnum og allur árangur hans frá árinu 1998 strikaður út.

Armstrong á leið til síns sjöunda og síðsta sigurs í …
Armstrong á leið til síns sjöunda og síðsta sigurs í Frakklandsreiðinni, árið 2005. mbl.is/afp
Armstrong á verðlaunapallinum í lok Tour de France 2002 með …
Armstrong á verðlaunapallinum í lok Tour de France 2002 með þáverandi formanni Alþjóða hjólreiðasambandsins, Belganum Hains Verbrughen. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert