Öflugur jarðskjálfti á Nýja Sjálandi

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6,5 stig reið yfir Nýja-Sjáland í nótt. Engin flóðbylgju viðvörun var þó gefin út, en mikil hætta er jafnan á flóðbylgju í kjölfar svo öflugs skjálfta. 

Skjálftahrina hefur riðið yfir landið síðastliðna daga, en þessi var sá öflugasti í röðinni. 

Töluverðar skemmdir hlutust af skjálftanum, en þó ekki stórvægilegar. Meðal annars þurfti að loka flugvellinum tímabundið, lestir voru stöðvaðar og rýma þurfti hótel eftir að skemmdir fundust. Þá varð einnig rafmagnslaust á stórum svæðum.

Skjálftinn varð klukkan 17:09 í gær og átti upptök sín um 57 km suðvestan við Wellington.

Frétt mbl.is: 6,5 stiga jarðskjálfti á Nýja Sjálandi

Skjálftinn átti upptök sín við Wellington
Skjálftinn átti upptök sín við Wellington Mynd/Britannica.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert