Þúsund manns komust lífs af

Talið er að um þúsund manns hafi komist lífs af úr árásinni í verslunarmiðstöðinni í Naíróbí í Kenía. Að minnsta kosti 59 týndu lífi. 10-15 árásarmenn eru enn í byggingunni og Ísraelsher aðstoðar við umsátrið. Skothríð heyrist úr byggingunni en hermenn freista þess að fanga eða drepa hryðjuverkamennina. 

Þrír Bretar létust í árásinni og hugsanlegt er að fleiri hafi orðið fórnarlömb hennar. Þá er einnig staðfest að Frakkar eru meðal látinna. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Svíar hafi verið í verslunarmiðstöðinni en að þeir hafi komist lífs af.

David Cameron, forsætisráðhera Bretlands, segir árásina „fyrirlitlega“ og „grimmdarlega“.

„Þeir munu ekki komast upp með þessi fyrirlitlegu og dýrslegu grimmdarverk,“ sagði Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, í sjónvarpsávarpi í dag. „Við munum refsa þeim sem skipulögðu þetta hratt og örugglega og með kvalafullum hætti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert