„Ég er hamingjusamlega giftur“

Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af …
Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af heimasíðu borgaryfirvalda í Toronto.

Borgarstjóri Toronto, hinn alræmdi Rob Ford, sagði í dag að hann ætlaði að lögsækja fyrrum starfsmenn sína, barþjón og aðra sem segjast hafa séð hann nota kókaín og njóta félagsskapar meintrar vændiskonu.

Ásakanirnar koma fram í  gögnum sem dómari í Ontario gerði opinber í dag í tengslum við lögreglurannsókn á málum borgarstjórans. Ford neitar staðfastlega að stíga til hliðar sem borgarstjóri. Þar kemur einnig fram að Ford hafi tekið hið ávanabindandi verkjalyf oxycontin, hafi ekið undir áhrifum og láti starfsfólk sitt kaupa áfengi fyrir hann.

Ford ræddi við blaðamenn fyrir utan skrifstofu sína í dag og sagði ekki væri annað í stöðunni en að kæra fólkið sem hafi látið lögreglunni þessar upplýsingar í té. Hann segir hina meintu vændiskonu vera fjölskylduvin.

„Það særir konu mín að þau kalli vinkonu mína vændiskonu. Alana er ekki vændiskona. Hún er vinur og mér er illa við að fólk segi svona,“ sagði Ford í samtali við blaðamenn. „Ég er mjög hamingjusamlega giftur.“

Mbl.is: Villtar nætur með vændiskonum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert