Kókaínneytendur líta ekki svona út

Nigella Lawson
Nigella Lawson AFP

„Ég get lofað ykkur því að fólk í daglegri neyslu kókaíns lítur ekki svona út. Það fólk er grindhorað og veiklulegt.“ Þetta sagði Nigella Lawson fyrir dómi í London í dag. Hún sagðist einnig afar ósátt við að vera kölluð fyrir dóminn sem vitni en spurð sem sakborningur.

Dómsmálið var höfðað af Nigellu og Charles Saatchi, eiginmanni hennar - en þau standa í skilnaði - gegn tveimur konum sem störfuðu fyrir þau. Systurnar Francesca og Elisabetta Grillo eru sakaðar um að hafa notað kreditkort í leyfisleysi og stolið frá þeim um 135 milljónum króna.

Málsvörn ítölsku systranna byggist á því að Nigella hafi gagngert og ítrekað logið að fyrrverandi eiginmanni sínum um eigin eiturlyfjaneyslu og um þau miklu útgjöld sem kæmu fram á kreditkortunum, vegna þess að hún óttaðist viðbrögð hans ef hann vissi sannleikann.

Nigella viðurkenndi í gær að hafa notað kókaín en sagðist ekki stolt af því. Hún þvertók fyrir það að hafa notað það daglega og tiltók aðeins tvö skipti.

Þá sagði hún að engar reglur hefðu verið settar um það hvernig systurnar notuðu kreditkortin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert