Dauðadæmdri móður sleppt úr haldi

Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa …
Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa frá íslamstrú AFP

Hinni 26 ára gömlu Meriam Yahia Ishag hefur verið sleppt úr haldi í Súdan, en þar hafði hún hlotið dauðadóm fyrir að hverfa frá íslam. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögmanni hennar fyrir stuttu.

Raunin var hins vegar sú að Ishag hafði alltaf verið kristin, enda alin upp af kristinni móður sinni. Faðir hennar, sem ekki tók þátt í uppeldinu, er hins vegar múslimi og mat sjaría-dómstóllinn málið því svo að hún ætti með réttu einnig að teljast múslimi. Þannig var iðkun hennar á kristinni trú dauðasynd.

Ishag fæddi dóttur í fangelsinu í lok maí, en fyrir átti hún ungan dreng sem dvaldi þar einnig með henni. Málið vakti gríðarlega reiði meðal leiðtoga á Vesturlöndum, en auk dauðarefsingarinnar átti Ishag að þola 100 svipuhögg fyrir hórdóm. Þann dóm hlaut hún fyrir að kvænast kristnum manni.

Fulltrúar kristins safnaðar í Súdan fögnuðu mjög lausn Ishag í dag, en embættismenn úr ríkisstjórnarflokknum ítrekuðu að alþjóðlegur þrýstingur hefði ekkert haft með ákvörðunina að gera. Eiginmaður Ishag, Daniel Wani, er bandarískur ríkisborgari og reka hjónin rakarastofu og verslun í borginni Gedaref.

Sjá fyrri fréttir mbl.is:

Dauðadæmd móðir fæddi barn í fangelsinu

Þarf að sanna faðerni með DNA prófi

Móðirin verður leyst úr haldi

Gagnrýna aftöku óléttrar konu

Dæmd til dauða fyrir trúvillu

Eiginmaður Ishag, Daniel Wani, ásamt dóttur þeirra sem fæddist í …
Eiginmaður Ishag, Daniel Wani, ásamt dóttur þeirra sem fæddist í Omdurmans kvennafangelsinu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert