Grunsemdir vakna um flugmanninn

Grunsemdir hafa vaknað enn á ný um flugstjóra malasísku flugvélarinnar sem hvarf þann 8. mars fyrr á árinu. Rannsókn á flughermi kafteins Zaharie Shah, sem flaug vélinni þann örlagaríka dag, hefur leitt í ljós að Shah hafði flogið sömu flugleið í hermi sínum og flug MH370 var á daginn sem hún hvarf yfir Indlandshafi. Breska dagblaðið Telegraph segir frá þessu.

Upplýsingum um flugið í herminum var eytt úr tölvu flugstjórans áður en vélin hvarf en hann hafði meðal annars æft lendingar á stuttri flugbraut á eyju í Indlandshafinu í herminum. Þetta hefur rannsóknin meðal annars leitt í ljós.

Leitarflokkar haga nú leitinni eftir niðurstöðum rannsóknarinnar sem hefur ýtt undir þær grunsemdir að flugstjórinn hafi í raun rænt eigin vél.

Rannsóknarlögreglumenn og aðrir sérfræðingar hafa í tengslum við rannsókn málsins ekki fundið neinar vísbendingar um að hvarfið megi rekja til tæknilegra örðugleika. Það styður einnig þær kenningar um að vélinni hafi verið rænt.

Sjá einnig: 

„Elskar lífið og elskar að fljúga“

Engin sjálfsvígsbréf fundust

Rannsaka flughermi flugstjórans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert