Ríki íslam geti grandað flugvélum

Liðsmaður Ríkis ísams sést hér skjóta úr vélbyssu í bænum …
Liðsmaður Ríkis ísams sést hér skjóta úr vélbyssu í bænum Kobane í Sýrlandi sem liggur við Tyrkland. Myndin er tekin úr myndskeiði sem liðsmenn samtakanna hafa birt á YouTube. AFP

Þýska leyniþjónustan (BND) telur að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í norðurhluta Íraks hafi yfir að ráða flugskeytum sem nota má til að skjóta niður flugvélar, þar á meðal farþegaþotur.

Greint er frá þessu í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. Þar segir að starfsmenn leyniþjónustunnar hafi upplýst þýska þingið um þessar grunsemdir á trúnaðarfundi sem fór fram í síðustu viku.

Starfsmenn BND eru sagðir hafa upplýst að liðsmenn samtakanna hafi komist yfir færanlegan loftvarnabúnað sem var áður í eigu sýrlenska hersins. Hluti vopnanna er orðinn mjög gamall, eða frá áttanda áratugnum, en annað er nýlegt og mjög tæknilegt. 

Hægt er að halda á vopnum sem kallast á ensku Man Portable Air Defense Systems (MANPADS). Þetta er rússnesk hönnun sem hefur verið framleidd víða um heim, m.a. í Búlgaríu og í Kína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert