Banna ofbeldi gegn konum

AFP

Ný lög voru samþykkt í Alsír í dag sem banna ofbeldi gegn konum. Hafa lögin verið gagnrýnd af íslömskum þingmönnum og Amnesty International.

Samkvæmt nýju lögunum verður hægt að dæma þá sem beita eiginkonur sínar ofbeldi í allt að tuttugu ára fangelsi. Veitir það jafnframt dómurum heimild til þess að nota dauðarefsingu í heimilisofbeldismálum sem leiða til dauða. 

Þingmaðurinn Abdelallah Djaballah sem situr á þingið fyrir flokkinn El Adala sagði að nýju lögin „hefni sín á eiginmanninum og á karlmanninum almennt séð.“ Sagði hann einnig að með lögunum væri verið að reyna að „brjóta upp fjölskylduna“.

Aftur á móti sagði þingmaður stjórnarflokksins, National Liberation Front að dagurinn í dag væri „frábær dagur“.

100 til 200 konur deyja á ári hverju í Alsír vegna heimilisofbeldis. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa nú kallað eftir því að grein í frumvarpinu verði tekin út sem gerir fórnarlambinu kleift að fyrirgefa gerandanum. Segja samtökin að sú grein setji hættulegt fordæmi. 

„Ákvæðinu mistekst að kljást við raunveruleikann þegar það kemur að valdatengslum og ójöfnuði milli karla og kvenna,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. „Ef greinin er ekki tekin út gætu konur, sem þora að segja frá ofbeldi, orðið fyrir frekara ofbeldi eða hótunum þar sem þær eru neyddar til þess að draga málið til baka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert