Ekkert lát á loftárásum Tyrkja

Tyrkir gerðu loftárásir á búðir PKK í norðurhluta Íraks og Suðaustur-Tyrklandi. Undanfarna daga hafa tyrknesk stjórnvöld gert ítrekaðar loftárásir á PKK og Ríki íslams.

 PKK hefur í ára­tugi barðist blóðugri bar­áttu fyr­ir sjálf­stæði Kúrda í Tyrklandi, en krefst nú auk­inn­ar sjálf­stjórn­ar í stað sjálf­stæðis. PKK eru skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök í Tyrklandi og víða á Vest­ur­lönd­um.

Samkvæmt tilkynningu frá tyrkneskum stjórnvöldum beindust árásirnar að skýlum, birgðastöðvum, stjórnstöðvum og hellum sem liðsmenn PKK halda til í. Herinn hefur frá því a föstudag gert árásir á PKK í Írak og RÍ í Sýrlandi á hverjum degi. Segja Tyrkir að um stríð gegn hryðjuverkum sé að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá tyrkneska forsætisráðuneytinu hafa alls 1302 verið handteknir undanfarna daga í aðgerðum lögreglu og hers í 39 héruðum Tyrklands en fólkið er allt talið tilheyra hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og PKK.

Neyðarfundur var haldinn í Brussel í gær hjá Atlantshafsbandalaginu þar sem málefni Tyrklands, sem er aðildarríki NATO, voru rædd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert