Sögulegt geimskot SpaceX

SpaceX hefur áður gert fjórar tilraunir til að lenda hluta …
SpaceX hefur áður gert fjórar tilraunir til að lenda hluta flaugarinnar á pramma á hafi úti. AFP

Bandaríska fyrirtækið SpaceX sendi í dag ómannaða geimfarið Falcon 9 með vistir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, sem er á braut umhverfis jörðu. Farinu var skotið á loft frá Kennedy-geimferðarmiðstöðinni á Canaveralhöfða í Flórída.

Geimskot Falcon 9 telst sögulegt fyrir þær sakir að hluti eldflaugarinnar var látin lenda á pramma á hafi úti. Fyrirtækið hafði áður gert fjórar tilraunir til þess í þeim tilgangi að geta endurnýtt þennan hluta flaugarinnar, sem bæði dregur úr kostnaði og umhverfisáhrifum vegna geimferða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert