Skógareldar valda eyðileggingu

AFP

Umtalsverð eyðilegging hefur orðið í kanadísku borginni Fort McMurray vegna skógarelda, sem hafa haft áhrif á um 1.600 byggingar.

Illa hefur gengið að hemja eldinn og óttast er að fleiri svæði, þar á meðal flugvöllurinn, séu í hættu.

Frétt mbl.is: Stórbruni ógnar borg í Kanada

Samkvæmt slökkviliðinu í borginni hefur heitt loftslagið og miklir vindar valdið því að dagurinn í dag hefur verið enn verri en gærdagurinn.

Um 88 þúsund borgarar hafa þurft að yfirgefa heimili sín en enginn hefur slasast, að því er kom fram á BBC.

Eldurinn braust út í suðvesturhluta borgarinnar á sunnudag. Svo virtist sem slökkviliðsmenn hefðu náð tökum á eldinum í gær en breyting á vindátt gerði vonir þeirra að engu.

Eitt hundrað slökkviliðsmenn hafa reynt að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert