Eldurinn enn stjórnlaus

Reykur stígur til himins skammt frá Fort McMurray
Reykur stígur til himins skammt frá Fort McMurray AFP

Olíusandar sem eru metnir á 763 milljónir Kanadadala eða jafnvirði 9,4 milljarða króna hafa glatast vegna skógareldana nálægt kanadísku borginni Fort McMurray síðustu vikur. Í nýrri skýrslu þar sem farið er yfir fjárhagslegt tap vegna eldanna kemur jafnframt fram að 1,2 miljónir olíutunna hafi glatast á hverjum degi í rúmar tvær vikur.

Magnið er um 0,33% af landframleiðslu Alberta ríkis og 0,06% af landframleiðslu Kanada. „Þetta eru stórar tölur,“ sagði Kevin Birn, sérfræðingur hjá IHS Energy sem starfar í Kanada.

Benti hann á að olíuiðnaðurinn í Kanada væri nú þegar að eiga frekar slæmt ár þar sem verð á olíu hefur verið lægra þar en annarsstaðar.

Hann sagði að eldarnir myndu hafa áhrif á stærstu orkuframleiðslufyrirtækis heims og að þau ættu að gera allt sem þau gætu til þess að fá starfsemina í gang eins fljótt og auðið er.

Eldurinn nær nú yfir svæði sem er 3527 ferkílómetrar að stærð og eru aðstæður að verða sífellt hættulegri fyrir slökkviliðsmenn að störfum norðan við Fort McMurray. Eldurinn er á leið austur og nálgast héraðið Saskatchewan og er „enn stjórnlaus“ að sögn yfirvalda.

Rachel Notley, ríkisstjóri Alberta sagði stjórnvöld vera nú að endurskoða áætlanir um að leyfa fólki að fara aftur til síns heima í Fort McMurray. „Við hleypum fólki ekki þangað aftur fyrr en við vitum að það er öruggt,“ sagði Notley í dag og bætti við að hún vissi ekki hvenær olíustarfssemi gæti hafist að nýju á svæðinu.

Gasi hefur verið hleypt að nýju á 60% borgarinnar og rafmagn er enn á þeim svæðum sem ekki urðu fyrir eldinum. Fólk hafði verið sent á sjúkrahúsið í borginni til þess að byrja að vinna að nýju en voru í dag sótt vegna eldanna.

Þá er talið líklegt að hraðbrautin sem tengir borgina við nágrannaborgir sínar verði lokað tímabundið.

Frétt BBC.

Hér má sjá eldana á gervihnattamynd sem tekin var í …
Hér má sjá eldana á gervihnattamynd sem tekin var í dag AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert