Snúa aftur til Fort McMurray

Kanadíska borgin Fort McMurray.
Kanadíska borgin Fort McMurray. AFP

Þúsundir manna sem þurftu að flýja heimili sín í kanadísku borginni Fort McMurray í síðasta mánuði sneru aftur heim í dag.

Yfirvöld reikna með að um fimmtán þúsund manns fari heim til sín á nýjan leik í dag. Enn eru þó þrjú hverfi í nágrenninu lokuð.

Um 80 þúsund íbú­ar borg­ar­inn­ar flúðu mikla skógar­elda fyr­ir mánuði síðan.

Ekki er talið öruggt að drekka vatnið í borginni og þá er önnur þjónusta enn takmörkuð.

Yfirvöld munu áfram fylgjast með gangi mála og aðstæðum í borginni og gætu áformin breyst ef aðstæður versna.

Meng­un vegna eit­ur­efna og þung­málma seink­aði því að um níu þúsund íbú­ar Fort McM­urray gátu snúið heim á leið.

Lögreglan fjarlægði snemma í morgun tálmanir sem komu í veg fyrir að íbúarnir gætu snúið aftur til borgarinnar.

Yfirvöld hafa sagt þeim sem snúa nú aftur heim að taka með sér matvæli, vatn og nauðsynleg lyf sem dugi næstu tvær vikur.

Ekki hef­ur enn tek­ist að slökkva skógar­eld­ana, sem nú hafa náð yfir um 580.000 hekt­ara svæði, en eld­arn­ir telj­ast þó ekki leng­ur vera ógn við íbúa­byggðir.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert